18.10.2013 18:04
Halldór Ármannsson kjörinn formaður Landssambands smábátaeigenda
visir.is:
Halldór Ármannsson var nú síðdegis kjörinn formaður Landssambands smábátaeigenda á aðalfundi félagsins á Grand Hótel Reykjavík.
Halldór er formaður Reykjaness - félags smábátaeigenda á Suðurnesjum og fyrrverandi varaformaður Landssambandsins. Halldór er skipstjóri á krókaaflamarksbátunum Guðrúnu Petrínu GK-107 og Stellu GK-23.
Þorvaldur Garðarsson, formaður Árborgar - félags smábátaeigenda á Suðurlandi, gaf einnig kost á sér til formennsku.
Arthur Bogason, fyrrverandi formaður félagsins, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku en hann hefur verið formaður sambandsins frá stofnun þess, 5. desember 1985.
Skrifað af Emil Páli
