16.10.2013 20:10
Sea Hunter - sem er undir stjórn Ölvers Guðnasonar
Bátur þessi tengist nokkuð síðu þessari. Skipstjóranum Ölver Guðnasyni, kynntist ég er hann sótti til Njarðvikur Artic Star, sem einu sinni hét 1291. Arnar SH 157, Sæþór EA 101 og fleiri nöfn og sigldi honum til Noregs. Tók ég þá viðtal við hann og í framhaldi af því hef síðan átt við hann nokkur samskipti og m.a. fengið frá honum myndir og upplýsingar. Þá sakar það ekki að hann er sonur vinar míns Guðna Ölverssonar, í Noregi sem hefur viðhaft nokkuð öflugt samstarf við mig. En samband við þá feðga er ég mjög þakklátur fyrir.

Sea Hunter á siglingu við Tromsö © mynd MarineTraffic, Björn Hansen
