15.10.2013 22:12
Sólplast í dag: Víkingur 1340, í yfirbyggingu - Kristján og Markó - myndir
Rétt fyrir helgi sagði ég frá því að Sólplast myndi nú fyrir næstu helgi ljúka við að byggja yfir Keili AK 4, eða Óla G. ÍS 112, eins og hann hefur verið skráður, en báturinn er af gerðinni Víkingur 1340. Sú yfirbygging var þó ekki nema að hluta til og átti að vera opinn á vissum stöðum. Nú hefur hinsvegar orðið breyting þar á og hefur verið ákveðið að byggt yrði alveg yfir bátinn og fer afhendingi því fram eitthvað seinna. Birti ég hér myndir af verkinu eins og það leit út í dag, en að auki birti ég myndir af þeim Kristjáni Nielsen og Markó, sem átti einmitt afmæli í dag. Allt um það undir myndunum.



Svona leit hann út í dag, en ekki átti að byggja meira yfir hann í þessum áfanga, en nú hefur verið ákveðið að ljúka alveg við yfirbyggingu á bátnum.


Hér er Kristján Nielsen, farinn að byggja í þau skörð sem fyrir voru

Smá sprell hjá þeim Markó og Kristjáni, fyrir ljósmyndarann, í tilefni af afmæli þess fyrrnefnda.
© myndir Emil Páll, í dag, 15. október 2013
