14.10.2013 22:38
Falleg myndasyrpa í fallegu veðri
Þó þemað í myndasyrpu þessari sé sjósetningu hafnsögubátsins Auðuns í Skipasmíðastöð Njarðvikur í dag, eftir mikla skveringu, sýna myndirnar þó töluvert meira, sem kemur í ljós fyrir neðan þær.

2043. Auðunn, vel skveraður, í Gullvagninum hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur, á leið til sjávar

Hér er Auðunn við bryggjuna sem er oftast notuð þegar Gullvagninn kemur við sögu í Njarðvík. Inni í stýrihúsi bátsins sjáum við tvo hafnsögumenn sem báðir eru reynslumiklir skipstjórar, en í þessari ferð er það Jóhannes Jóhannesson sem er skipstjóri bátins og með honum er Karl Einar Óskarsson. Á myndinni sjáum við líka í 245. Fjólu KE 325, sem er við Suðurgarðinn í Njarðvíkurhöfn

Hér fer að nálgast að Auðunn bakki frá bryggjunni

Þarna sjáum við einnig við suðurgarðinn, 500. Gunnar Hámundarson GK 357 og 1264. Sæmund GK .

Þarna er Auðunn að bakka frá bryggjunni og einnig sjáum við þarna 971. Fram ÍS 25

Þá er verið að bakka út á höfnina og Karl Einar Óskarsson stendur við stýrishúsið


Hér er búið að snúa við til hálfs og í fjaska sjáum við húsin í Vogum

Stefnan tekin út úr Njarðvíkurhöfn, Karl Einar Óskarsson stendur úti og inn í húsinu sést í Jóhannes Jóhannesson

Hér er Auðunn kominn fyrir grjótvarnargarðinn í Njarðvík og búinn að taka stefnuna á Keflavíkurhöfn. Beint upp af bátnum sjáum við Vogastapa og þar fyrir ofan fjallið Keilir, einnig sést í hús sem eru í eldisfyrirtækinu sem er innan við Vogastapa

Auðunn kominn á skrið, Keilir, Vogastapi og eldisstöðin

Þarna grillir í lítinn bát, Hjálmar, GK úr Garði

Þarna sjáum við lengst til vinstri Atlagerðistangavita, sem oftast er þó aðeins nefndur Gerðistangaviti, sem var byggður 1886 og endurbyggður 1927 og er á Vatnsleysuströnd en það eru einmitt húsin þar sem sjást næst sjónum og fyrir miðri myndinni, er það elsta sveitarkirkja landsins, Kálfatjarnarkirkja sem vígð var 1893. Ofar, beint upp af kirkjunnu er trúlega byggðin í Breiðholti í Reykjavík.
© myndir í dag, Emil Páll, 14. okt. 2013

2043. Auðunn, vel skveraður, í Gullvagninum hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur, á leið til sjávar

Hér er Auðunn við bryggjuna sem er oftast notuð þegar Gullvagninn kemur við sögu í Njarðvík. Inni í stýrihúsi bátsins sjáum við tvo hafnsögumenn sem báðir eru reynslumiklir skipstjórar, en í þessari ferð er það Jóhannes Jóhannesson sem er skipstjóri bátins og með honum er Karl Einar Óskarsson. Á myndinni sjáum við líka í 245. Fjólu KE 325, sem er við Suðurgarðinn í Njarðvíkurhöfn

Hér fer að nálgast að Auðunn bakki frá bryggjunni

Þarna sjáum við einnig við suðurgarðinn, 500. Gunnar Hámundarson GK 357 og 1264. Sæmund GK .

Þarna er Auðunn að bakka frá bryggjunni og einnig sjáum við þarna 971. Fram ÍS 25

Þá er verið að bakka út á höfnina og Karl Einar Óskarsson stendur við stýrishúsið

Hér er búið að snúa við til hálfs og í fjaska sjáum við húsin í Vogum

Stefnan tekin út úr Njarðvíkurhöfn, Karl Einar Óskarsson stendur úti og inn í húsinu sést í Jóhannes Jóhannesson

Hér er Auðunn kominn fyrir grjótvarnargarðinn í Njarðvík og búinn að taka stefnuna á Keflavíkurhöfn. Beint upp af bátnum sjáum við Vogastapa og þar fyrir ofan fjallið Keilir, einnig sést í hús sem eru í eldisfyrirtækinu sem er innan við Vogastapa

Auðunn kominn á skrið, Keilir, Vogastapi og eldisstöðin

Þarna grillir í lítinn bát, Hjálmar, GK úr Garði

Þarna sjáum við lengst til vinstri Atlagerðistangavita, sem oftast er þó aðeins nefndur Gerðistangaviti, sem var byggður 1886 og endurbyggður 1927 og er á Vatnsleysuströnd en það eru einmitt húsin þar sem sjást næst sjónum og fyrir miðri myndinni, er það elsta sveitarkirkja landsins, Kálfatjarnarkirkja sem vígð var 1893. Ofar, beint upp af kirkjunnu er trúlega byggðin í Breiðholti í Reykjavík.
© myndir í dag, Emil Páll, 14. okt. 2013
Skrifað af Emil Páli
