14.10.2013 17:03

Búið að slökkva í rússneska togaranum

Vísir.is:

Verið er að reykræsta rússneska togarann.
                                  Nokkuð mikinn reyk lagði frá togaranum.
Eldur kom upp í  gömlum rússneskum togara sem liggur við Óseyrarbryggju í Hafnarfirði.

Togarinn er búinn að liggja við bryggju í nokkur ár

Eldurinn kom upp á millidekki og fóru reykkafarar um borð. 


Varðstjóri hjá Slökkviliðinu segir að það sé  alltaf erfitt  að eiga við eld í skipum, þrengsli séu mikil og mikill hiti myndist.

Áhöfn skipsins var um borð þegar eldurinn kom upp en enginn skipverja slasaðist.  Nú er slökkviliðið að reykræsta skipið og  kanna skemmdir.

Á annan tug slökkviliðsmanna, á tveimur slökkvibílum, kom á á staðinn auk sjúkrabíls.


Eldsupptök eru ókunn.