12.10.2013 18:16

Tjaldanes GK 525, í fyrsta róðri í dag - Fall er fararheill

Uppúr hádeginu í dag fór Tjaldanes GK 525, í fyrsta róður, sem varð þó endasleppari en gert var ráð fyrir. Í fyrsta lagi slasaðist einn skipverja er þeir voru að fara út, en fór þó með þeim út. En það var ekki það eina sem kom upp, því bilun varð þegar búið var að leggja fyrstu trossuna og urðu þeir því að fara í land að nýju. Varð mönnum á að segja að Fall sé fararheill, fyrir utan manninn sem slasaðir eitthvað á öxli og kom lögreglan um borð er þeir komu að landi að nýju til að taka skýrslu.


                         239. Tjaldanes GK 525, kemur inn Stakksfjörðinn núna áðan


                            Báturinn kominn inn fyrir sjóvarnargarðinn í Njarðvík


               Lögreglan kemur um borð til að taka skýrslu af manninum sem slasaðist
                                        © myndir Emil Páll, í dag, 12. okt. 2013

 

AF FACEBOOK:

 
Þorgrímur Ómar Tavsen Alltaf fjör eða hitt þó
Þorgrímur Ómar Tavsen Vonandi fer þetta að ganga án áfalla úr þessu
Sigurbrandur Jakobsson Þið eruð að róa á góðu skipi Þorgrímur
Guðni Ölversson Þetta er fallegur bátur.