11.10.2013 22:10

Que Sera Sera HF 26, frá Hafnarfirði, á strandstað

Hér fyrr á árum var nokkuð um að gömul íslensk skip væru gerð út frá Morokko og væru skráð með heimahöfn í Hafnarfirði, enda í eigu íslenskra fyrirtækja. Þó voru a.m.k. tvö skip sem voru þarna líka skip sem voru keypt erlendis, en skráð þarna undir íslenskri skráningu.

Eitt þeirra skipa sem aldrei áður hafði verið íslenskt, þar til það var skráð í Hafnarfirði og gert út þarna og hét 2724. Que Sera Sera HF 26. Þetta skip var þó ekki lengi til, því fljótlega eða rétt fyrir jólin 2009, slitnaði það upp frá legufærum í Laayoone, Morokko og rak á land. Ekki var því bjargað og eftir því sem ég best veit, þá er flakið ennþá þarna í fjörunni.

Hérna koma myndir af skipinu fyrir strandið og eins á strandstað stuttu eftir strandið, en þessar myndir útvegaði mér Svafar Gestsson og hann gaf mér þær upplýsingar að flakið væri trúlega þarna ennþá.  Raunar var það einnig hann sem kom fregnum til mín um strandið á sínum tíma og endurbirti ég nú fregnir og myndir sem ég birti þegar strandið átti sér stað.


                      2724. Que Sera Sera HF 24 © mynd frá Svafari Gestssyni


              2724. Que Sera Sera HF 26, í Las Palmas © mynd Angel Luis Godar Moreira, 16. október 2007




           2724. Que Sera Sera HF 26, ný strandað í Laayoone, Morokko, í des. 2009
 © mynd frá Svafari Gestssyni á sínum tíma


             2724. Que Sera Sera HF 26, eftir að hafa skolast nær landi © mynd sem einnig kom í gegn um Svafar Gestsson, í des. 2009


               Hér hefur skipið lagst í fjöruna © mynd  sem Svafar Gestsson, útvegaði líka í des. 2009