09.10.2013 12:37

Flottar myndir, frá komu Berglínar GK 300, til Hvammstanga í morgun

Birgir Karlsson, á Hvammstanga tók þessar glæsilegu myndir af komu Berglínar GK 300, þangað í morgun - Sendi ég Birgi kærar þakkir fyrir -


















            1905. Berglín GK 300, kemur til Hvammstanga í morgun © myndir Birgir Karlsson, 9. okt. 2013 - en eins og margir vita er það Nesfiskur í Garði, eigandi Berglínar sem sér um rækjuverksmiðjuna á Hvammstanga og fram að þessu hafa skip Nesfisks landað rækjunni í öðrum höfnum s.s. á Siglufirði og rækjunni síðan verið ekið til Hvammstanga til vinnslu.