07.10.2013 22:15

Aldan ÍS 47: ný skveruð, nýr skrúfuhringur, átaksmæld og er að fara á rækju

Í morgun rann Alda ÍS 47, úr slippnum hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur, þar sem settur var skrúfuhringur á skipið og hann málaður allur. Tók ég mynd af bátnum þegar hann var nýkominn úr sleðanum og að bryggju í Njarðvík.  Eftir hádegin fór síðan fram átaksmæling og þá tók ég fleiri myndir sem fljótt í bragði virðast flestar vera eins, en við nánari skoðun sést að vírinn sem notaður var við átaksmælinguna er ekki eins á öllum myndunum. Samkvæmt fregnum sem ég fékk í dag, jókst átakið úr fjórum og hálfu tonni í sex og hálft tonn sem er mjög gott. Mun báturinn nú fara á rækjuveiðar, samkvæmt sömu heimildum.


            1968. Aldan ÍS 47, við bryggju í Njarðvík í morgun, nýkomin niður úr slippnum














                   Átaksmælingin fór fram í Njarðvíkurhöfn í dag og þó myndirnar séu mjög líkar, má sjá að vírarnir liggja ekki eins frá bátnum © myndir Emil Páll, 7. okt. 2013