04.10.2013 10:15

Ólafur Tryggvason SF 60 eftir brunann


               162. Ólafur Tryggvason SF 60, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, í apríl eða maí 1965

Smíðanr. 14 hjá A/S Eidsvik skipsbyggery, Úskedal, Noregi 1960, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, Báturinn kom til heimhafnar á Hornafirði 11. nóv. 1960. Endurbyggður og stækkaður hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf., Njarðvík eftir að eldur kom upp í honum út af Suðurströndinni 22. apríl 1965. Lengdur og yfirbyggður hjá Bjarma sf., Hafnarfirði 1978. Nafnið Polaris var sett á bátinn í Hafnarfjarðarhöfn á páskadag 12. apríl 2009 og um svipað leiti var hann skráður sem þjónustuskip og fór fljótlega í leiguverkefni til Noregs.

Nöfn: Ólafur Tryggvason SF 60, Hringur GK 18, Bliki EA 12, Arnar ÁR 55, Sólrún EA 351, Rún EA 851, Arnar SH 757, Fagriklettur HF 123 og  núverandi nafn Polaris.