03.10.2013 12:15

Sólplast: Mikil verkefni framunda - en geta þó enn bætt á sig fleiri verkefnum

Verkefnastaða Bátasmiðjunnar Sólplasts í Sandgerði er mjög góð sem stendur, en engu að síður geta þeir tekið að sér fleiri verkefni.

Fjögur skip eru á athafnarsvæðinu í Sandgerði sem ýmist eru í vinnslu eða eru búin og bíður t.a.m. eitt af verkefnunum eftir að eigendur sæki skipið. Auk þessara skipa, þá eru smærri verkefni ýmist í pípunum, eða á staðnum.


            2604. Keilir II AK 4, eða Óli G. ÍS 112, eins og hann hefur nú verið skráður


              Kristján Nielsen,  að störfum við eitt af smærri verkefnunum sem unnið er að


                Marko, að steypa eins og það er kallað, þegar búin eru til plaststykki

                                         © myndir Emil Páll, í gær, 2. október 2013