02.10.2013 19:50
Tjaldanes GK 525 ex Kristbjörg ÍS 177 og Sægrímur GK 552 ex GK 525
Núna undir kvöld hófu starfsmenn Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur að mála yfir merkingarnar á Kristbjörgu ÍS 177, en það fær trúlega á morgun nýja merkingu Tjaldanes GK 525, sem var nafnið á fyrsta skipi sem Hólmgrímur Sigvaldason gerði út. Þá er búið að skrá Sægrím með númerinu GK 552, en hann er á söluskrá. Eins er búið að skrá Grímsnesið sem GK 555, eins og það var áður en það fékk skráninguna BA 555.
Samkvæmt því sem ég hef frétt er stefnt að því að útgerðin verði með Maron GK 522, Tjaldanes GK 525 og Grímsnes GK 555 ex BA 555, í útgerð í vetur, en Sægrímur verði eins og fyrr segir seldur.

239. Kristbjörg ÍS 177, hefur nú verið skrá sem Tjaldanes GK 525

2101. Sægrímur GK 525, hefur nú verið skráður sem Sægrímur GK 552
© myndir Emil Páll
Samkvæmt því sem ég hef frétt er stefnt að því að útgerðin verði með Maron GK 522, Tjaldanes GK 525 og Grímsnes GK 555 ex BA 555, í útgerð í vetur, en Sægrímur verði eins og fyrr segir seldur.

239. Kristbjörg ÍS 177, hefur nú verið skrá sem Tjaldanes GK 525

2101. Sægrímur GK 525, hefur nú verið skráður sem Sægrímur GK 552
© myndir Emil Páll
Skrifað af Emil Páli
