28.09.2013 15:47
Stór hópur í Hvalaskoðun með Moby Dick - liður í skoðunarferð um Reykjanesið
Í dag fór hvalaskoðunarbáturinn Moby Dick með stóran hóp samstarfsmanna af vinnustað í höfuðborginni, í hvalaskoðun og er hópurinn kom til baka til Keflavíkur fór Helga Ingimundardóttir framkvæmdastjóri bátsins sem leiðsögumaður með hópinn um Reykjanesið. Mjög sjaldgæft er að svona stórir hópur fari þegar fer að hausta eins og nú.
Hér eru myndir sem ég tók af Moby Dick með hópinn svo og af rútunni sem beið hópsins á bryggjunni í Keflavík.


Það er ekki oft sem svona mikill fjöldi er með bátnum, en hér sjáum við 46. Moby Dick nálgast Vatnsnesið, í Keflavík, á bakaleiðinni, núna áðan

Hópferðabifreið frá Guðmundi Tyrfingssyni, kom með hópinn og beið hans, meðan hann fór í siglinguna

Moby Dick kemur að bryggju í Keflavík og á brúarvængnum er Helga Ingimundardóttir, framkvæmdastjóri bátsins og leiðsögumaður

Starfmannahópurinn kemur í land í Keflavík af ferð lokinni © myndir Emil Páll, 28. sept. 2013
Hér eru myndir sem ég tók af Moby Dick með hópinn svo og af rútunni sem beið hópsins á bryggjunni í Keflavík.


Það er ekki oft sem svona mikill fjöldi er með bátnum, en hér sjáum við 46. Moby Dick nálgast Vatnsnesið, í Keflavík, á bakaleiðinni, núna áðan

Hópferðabifreið frá Guðmundi Tyrfingssyni, kom með hópinn og beið hans, meðan hann fór í siglinguna

Moby Dick kemur að bryggju í Keflavík og á brúarvængnum er Helga Ingimundardóttir, framkvæmdastjóri bátsins og leiðsögumaður

Starfmannahópurinn kemur í land í Keflavík af ferð lokinni © myndir Emil Páll, 28. sept. 2013
Skrifað af Emil Páli
