28.09.2013 11:30
Síðustu bátarnir frá Bláfelli: Fönix ST og Þrasi SH
Hér birti ég myndir af tveimur af síðustu bátunum sem Bláfell á Ásbrú, smíðaði í vetur. Um er að ræða systurskip af gerðinni Sómi 797.
Birti ég myndir af þeim báðum í smíðum hjá Bláfelli svo og komnir í sjó. Fyrri bátnum, Fönix ST 5, var lokið alveg við hjá Bláfelli og síðan var hann sjósettur í Grófinni, Keflavík og tekin aftur upp eftir að búið var að samþykkja smíði hans og honum ekið til síns heimastaðar norður á Ströndum og þar sjósettur að nýju.
Síðari báturinn, Þrasi SH 375, fór á svipuðu tíma til Reykjavíkur þar sem vélaumboðið svo og aðrir þar sáu um að ljúka frágangi, hans og var hann síðan sjósettur í Snarfarahöfninni í Reykjavík á svipuðum tíma og eldsvoði stöðvaði frekari rekstur Bláfells á Ásbrú.

7742. Fönix ST 5, hjá Bláfelli á Ásbrú © mynd Emil Páll, 28. feb. 2013

7742. Fönix ST 5, eftir sjósetningu í Grófinni, Keflavík © mynd Emil Páll, 28. apríl 2013

7760. Þrasi SH 375, hjá Bláfelli, á Ásbrú © mynd Emil Páll, 11. apríl 2013

7760. Þrasi SH 375, á veiðum við Snæfellsnes © mynd Alfons Finnsson, 2. júlí 2013
Birti ég myndir af þeim báðum í smíðum hjá Bláfelli svo og komnir í sjó. Fyrri bátnum, Fönix ST 5, var lokið alveg við hjá Bláfelli og síðan var hann sjósettur í Grófinni, Keflavík og tekin aftur upp eftir að búið var að samþykkja smíði hans og honum ekið til síns heimastaðar norður á Ströndum og þar sjósettur að nýju.
Síðari báturinn, Þrasi SH 375, fór á svipuðu tíma til Reykjavíkur þar sem vélaumboðið svo og aðrir þar sáu um að ljúka frágangi, hans og var hann síðan sjósettur í Snarfarahöfninni í Reykjavík á svipuðum tíma og eldsvoði stöðvaði frekari rekstur Bláfells á Ásbrú.

7742. Fönix ST 5, hjá Bláfelli á Ásbrú © mynd Emil Páll, 28. feb. 2013

7742. Fönix ST 5, eftir sjósetningu í Grófinni, Keflavík © mynd Emil Páll, 28. apríl 2013

7760. Þrasi SH 375, hjá Bláfelli, á Ásbrú © mynd Emil Páll, 11. apríl 2013

7760. Þrasi SH 375, á veiðum við Snæfellsnes © mynd Alfons Finnsson, 2. júlí 2013
Skrifað af Emil Páli
