27.09.2013 15:42

Þriðji Bláfellsbáturinn, kláraður hjá Sólplasti

Í gær var komið með skrokk af Sómabát, sem smíðaður var hjá Bláfelli á Ásbrú í fyrrahaust til Sólplasts í Sandgerði. Eigandinn sem er í Hafnarfirði ætlaði síðan að klára bátinn, en ekkert varð úr og nú hafa feðgar úr Keflavík keypt skrokkinn og samið við Sólplast að klára allt plastverk. 

Bátur þessi er sá þriðji sem Sólplast klárar af bátum þeim sem voru í smíðum hjá Bláfelli. Hinir voru Jói á Nesi SH, sem ljúka þurfti við frágang á svo hann fengi skoðun og síðan Óríon BA 34, sem varð fyrir brunatjóni hjá Bláfelli og Sólplast gerði við tjónið á.

Eins og sést á myndunum sem ég birti, bæði þá sem ég tók utan við Sólplast í dag og eins þær sem ég tók í höfuðstöðvum Bláfells á Ásbrú í nóvember 2012, er hér um að ræða hækkaðan Sómabát.

                       Báturinn framan við höfuðstöðvar Sólplasts, í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 27. sept. 2013






               Svona leit báturinn út þegar hann var afgreiddur frá Bláfelli, til Hafnarfjarðar þar sem fullnaðar frágangur átti að fara fram á bátnum, en fóru ekki fram og því verður hann nú kláraður hjá Sólplasti, í Sandgerði  © myndir Emil Páll, 29. nóv. 2012