27.09.2013 16:11

Nýja Ísfélagsskipið sjósett


                    Við sjósetningu á nýja Ísfélagsskipinu © mynd úr Fiskifréttum

Verður afhent tilbúið til veiða í byrjun næsta árs.

Hin nýja uppsjávarskip Ísfélags Vestmannaeyja, sem er í smíðum í Celiktrans í Istanbul í Tyrklandi,  var sjósett á fimmtudaginn í síðustu viku, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum. Skipið verður afhent tilbúið til veiða í byrjun næsta árs. 

Skipið 80 metra langt og 17 metra breitt og verður afar vel útbúið til veiða á uppsjávarfiski svo sem loðnu, síld, makríl og kolmunna.