26.09.2013 19:50

Nám í Slysavarnaskóla sjómann kom sér vel i dag

Slys varð í morgun um borð í Sægrími GK, er skipverjar af Kristbjörgu voru að sækja búnað yfir í bátinn, að einn skipverjanna hrapaði 3 metra um borð. Hafði Þorgrímur Ómar Tavsen stýrimaður þetta um málið að segja:
,,Það kom sér vel aftur að hafa sótt Slysavarnaskóli Sjómanna er einn skipsfélaga okkar hrapaði 3 metra um borð í Sægrím í dag, þar sem við tveir vorum að sækja brautina fyrir niðurleggjann sem var á efra dekkinu. Ég hlúði að honum og gekk þannig frá að höfuðið fékk stuðning og skorðaði líkamann. Ekki var hægt að taka hann á börur vegna þrengsla en hann var settur á uppblásnar börur sem hentuðu bara nokkuð vel við þessar aðstæður".

                 Tveir sjúkrabílar og kranabíll komu frá Brunavörnum Suðurnesja auk lögreglu og hér sjást sjúkraflutningsmenn þegar verið var að hífa manninn upp úr bátnum © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen, í morgun, 26. sept. 2013