26.09.2013 15:05
Eru makrílveiðunum lokið? - 11 fiskar eftir 7 tíma veiðiferð
Er makrílúthaldinu lokið í ár? Margt virðist benda til þess a.m.k. hjá þeim sem róðið hafa frá Keflavík og Njarðvík, en þeim hefur fækkað á hverjum degi að undanförnu og núna á þriðja tímanum voru flestir þeirra, sem fóru út í morgun, komnir í land, raunar sá ég á AISinu aðeins einn bát sem enn var úti, ekki var það vegna brælu heldur aflaleysis. Voru dæmi um að bátur sem fór út um kl. 7 í morgun og kom að landi nú á þriðja tímanum í dag var aðeins með 11 fiska um borð, eftir þessa 7 tíma.

Margir makrílbátar liggja í Grófinni og eins í Njarðvíkurhöfn, auk báta í Keflavíkurhöfn, ekki vegna brælu, heldur vegna aflaleysis © mynd Emil Páll, í dag, 26. sept. 2013
