24.09.2013 20:59

Var Markúsi ÍS sökkt?

Klukkan 7 í morgun birti ég frásögn um bátinn og þar kom m.a. fram að honum hafði verið fargað, en ekki hvernig. Þetta hafði ég eftir öruggum heimildum enda hefur það staðist.
Vegna athugasendar Tómasar Patreks, geti ég staðfest að Kristbjörgin fór beint til Hafnarfjarðar með viðkomu á Rifi, en á föstudagskvöldinu var Kristbjörgin afhent nýjum eigendum í Njarðvík.


Hér birtast tvær greinar um málið úr bb.is. frá því í dag, en mbl. birti nú í kvöld úrdrátt úr þessum fréttum

 

 

Kristbjörg ÍS dró Markús ÍS úr Flateyrarhöfn. Hvert ert ekki vitað. Mynd: Flateyrarhöfn.
Kristbjörg ÍS dró Markús ÍS úr Flateyrarhöfn. Hvert ert ekki vitað. Mynd: Flateyrarhöfn.

 

 

 

bb.is | 24.09.2013 | 16:18Engin tilkynning borist vegna Markúsar ÍS

Guðmundur Lárusson hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa segir enga tilkynningu hafa borist um sjóslys eða sjóatvik vegna hvarfs Markúsar ÍS, utan þeirrar sem barst 3. ágúst síðastliðinn er báturinn sökk í Flateyrarhöfn. Ekkert hefur sést til bátsins frá því Kristbjörn ÍS dró hann úr höfn á Flateyri fimmtudaginn 19. september. Eftir að bátnum var komið á flot eftir að hafa sokkið í byrjun ágúst hefur Þorbjörn Steingrímsson frá Garðsstöðum í Ísafjarðardjúpi fengið að hirða vélar og annar brotajárn út Markúsi. Hann segist ekkert vita um afdrif bátsins.
Samkvæmt heimildum blaðsins átti að færa Markús til Ísafjarðar til niðurbrots. Það staðfesti Guðmundur Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar. Aðspurður segir Hlynur Snorrason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum að engin tilkynning hafi borist þeim um hvarf bátsins.

Í 16. grein laga um rannsókn samgönguslysa segir að "verði sjóslys eða sjóatvik beri sérhverjum sem um það veit að tilkynna það rannsóknarnefnd samgönguslysa án ástæðulauss dráttar eða ganga úr skugga um að nefndin hafi fengið vitneskju um slysið." Þar bera meðal annars stjórnendur, eigendur eða útgerðamenn skipa sérstaka skyldu til að tilkynna. Brot gegn ákvæðum 16. greinarinnar varða sektum. Markús ÍS er í eigu Reddingar ehf en Kristbjörg ÍS, er í eigu GSA ehf. Ekki náðist í forsvarsmenn Reddingar ehf eða GSA ehf., við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

 

 

 

 

 

 

 

 

 
 

Tomas Patrik Sigurðarsson

Ég veit nákvamlega hvar hann er.Hann er á botni fjarðarkjaftsins.Ég sá þegar kristbjörg dró hann út um 10-10.30 og fylgdist með þeim inná marinetraffic.com og sá að þeir stoppuðu rétt fyrir utan fjörðinn.Og svo fór kristbjörg á rif

 

 

 

Markús ÍS dreginn út úr höfninni á Flateyri. Myndir: Flateyrarhöfn.
Markús ÍS dreginn út úr höfninni á Flateyri. Myndir: Flateyrarhöfn.

 

 

 

 

bb.is | 24.09.2013 | 15:47Markús ÍS sokkinn aftur?

Báturinn Markús ÍS sem sökk í Flateyrarhöfn í byrjun síðasta mánaðar og var kominn á flot nokkrum vikum síðar, ku vera sokkin aftur samkvæmt heimildum blaðsins. Kristbjörg ÍS 177 (sem í dag mun vera komin með einkennisstafina ÁR 177) mun hafa dregið Markús úr höfn á Flateyri 19. september síðastliðinn og hefur ekkert spurst til hans síðan. Guðmundur M. Kristjánsson, yfirmaður hafna Ísafjarðarbæjar, staðfesti við BB að hann hefði gefið leyfi fyrir því að Markús yrði dreginn til Ísafjarðar til niðurbrots, en hann hafði ekkert frétt af hvarfi bátsins og þótti það hið undarlegasta mál.

Björn Jóhannsson hafnsögumaður á Ísafirði segir bátinn ekki hafa verið tilkynntan í höfn á Ísafirði svo víst er að hann komst aldrei til Ísafjarðar. Þorbjörn Steingrímsson á Garðstöðum í Ísafjarðardjúpi fékk samkvæmt upplýsingum blaðsins að hirða vélar og annað brotajárn úr bátnum. Hann segist hafa boðist til að aðstoða við niðurbrot bátsins en vissi ekki meira um málið. Markús ÍS er í eigu Reddingar ehf., og Kristbjörg ÍS er í eigu GSA ehf. Bæði fyrirtækin munu vera í eigu Sigurðar Aðalsteinssonar eiganda Lotnu ehf. Samkvæmt upplýsingum blaðsins þarf að tilkynna hvers kyns sjóslys eða sjóatvik til Rannsóknanefndar samgönguslysa en það mun ekki hafa verið gert í þessu tilviki.

harpa@bb.is

 

AF FACEBOOK:

Sigurbrandur Jakobsson Segir allt sem segja þarf