24.09.2013 22:25

Syrpa með 5 bátum. Þrír í aðalhlutverki og tveir í aukahlutverkum

Hér kemur myndasyrpa sem ég tók sl. sunnudag af fimm bátum og þar eru í aðalhlutverki sæbjúgubátur, netabátur og hvalaskoðunarbátur, en í aukahlutverkum voru tveir makrílbátar.

Er stærri bátarnir nálguðust Garðskaga var frekar stutt á milli þeirra, en sú röð brenglaðist eftir gagnhraða bátanna er nær dró Keflavík og er þeir voru komnir inn á Stakksfjörðinn var fremstur sæbjúgubáturinn Tungufell BA 326, síðan netabáturinn Happasæll KE 94 og að lokum kom hvalaskoðunarbáturinn Moby Dick og er nær dró Keflavík bættust á myndirnar makrílbátarnir Óli Gísla HU 212 og Máni II ÁR 7.

Þessir þrír sem voru á leið að landi, voru allir með stefnu á Keflavík, en rétt áður en komið var að þeirri höfn, tók Tungufellið sig út frá þeirri stefnu og fór til Njarðvíkur, sennilega vegna skorts á bryggjuplássi í Keflavík, þá stundina.

Hér koma myndirnar í réttri röð, en allar eru þær teknar frá Vatnsnesi í Keflavík.


                       1639. Tungufell BA 326, 13. Happasæll KE 94 og 46. Moby Dick


               Hér eru þeir í beinni röðu, sömu bátar og komu fyrir á myndinni fyrir ofan




                          Hér er síðasta myndin sem ég náði af þeim öllum þremur, saman




              1639. Tungufell BA 326, 13. Happasæll KE 94 og í forgrunn á báðum myndunum er makrílbáturinn 2714. Óli Gísla HU 212


                       13. Happasæll KE 94 (fjær) og 1639. Tungufell BA 326


                         1639. Tungufell BA 326 og makrílbáturinn 1887. Máni II ÁR 7




                                                     1639. Tungufell BA 326


                                            13. Happasæll KE 94 og 1887. Máni II ÁR 7




                                                          13. Happasæll KE 94




                                               46. Moby Dick og 1887. Máni II ÁR 7




                                                                46. Moby Dick

                           © myndir Emil Páll, sunnudaginn, 22. september 2013