24.09.2013 07:00
Jón Guðmundsson KE 4 / Markús ÍS 777 - hefur verið fargað

616. Jón Guðmundsson KE 4, nýkominn til landsins og þá til Keflavíkur © mynd Emil Páll, í mars 1960
616. Markús ÍS 777, í Hafnarfirði © mynd Sigurður Bergþórsson

616. Markús ÍS 777, á botni Flateyrarhafnar © mynd Tómas Patrik Sigurðsson

Köfunarþjónusta Sigurðar vinnur að björgun bátsins © mynd Sigurður Örn Stefánsson, í ágúst 2013
Smíðaður hjá Schlichting Werft, Lubeck-Travebunde, Vestur-Þýskalandi 1960. Kom til Keflavíkur í mars 1960.
Rak upp í kletta í Eyrarbakkahöfn 1. jan. 1975 og stórskemmdist. Bjargað af Björgun hf. og endurbyggður hjá Skipasmíðastöð Njarðvikur hf., Njarðvík 1975-76.
Lá lengi í Hafnarfirði á síðasta ári og raunar þar til hann var fluttur til Flateyrar, en þar sökk hann við byggju nú síðla sumar og náði Köfunarþjónusta Sigurðar, bátnum upp í ágúst sl. og í framhaldi af því var honum fargað
Nöfn: Jón Guðmundsson KE 4, Ísleifur ÁR 4, Askur ÁR 13, Guðbjörg ST 17, Laufey ÍS 251, Dagur SI 66, Egill BA 77, Stefán Rögnvaldsson EA 345, Stefán Rögnvaldsson HU 345, Stefán HU 38, Stefán BA 48 og Markús ÍS 777
Skrifað af Emil Páli
