21.09.2013 22:20

Maron GK 522: Elsta stálfiskiskip landsins - nú komið með heimahöfn í Njarðvík

Þessi fallegi bátur, ber þann titil að vera elsti stálfiskibátur landsins, sem enn er í fullri drift. Það skemmtilega við hann líka er að þrátt fyrir að hafa verið gerður út að mestu frá Njarðvík sl. 6 ár, er það fyrst núna sem hann fær heimahöfn þar. En hin árin sem hann hefur borið nafnið Maron, var heimahöfnin í Grindavík er hann bar GK númerið og á Blönduósi er hann bar HU númerið.

Hér kemur löng syrpa sem ég tók af honum í gær, er hann var að koma úr róðri


























              363. Maron GK 522, að koma inn til Njarðvíkur, úr róðri, í gær © myndir Emil Páll, 20. sept. 2013

Smíðaður í Skipasmíðastöðinni Holland Launch, NV. Amsterdam, Hollandi 1955 eftir teikningu W. Zwolsmann, Hollandi. Stórviðgerð Keflavík 1972. Lengdur 1988. Nýtt þilfarshús Hafnarfirði 2002.

Nöfn: Búðafell SU 90, Hópsnes GK 77, Hafberg GK 77, Hafberg GK 377, Torfhildur KE 32,  Bjarney SH 230, Þröstur HU 131, Þröstur ÍS 222, Þröstur HF 51, Þröstur KE 51, Ósk KE 5, Þórunn GK 97, Maron GK 522, Maron HU 522 og núverandi nafn ( og aftur): Maron GK 522