20.09.2013 18:14

Kristbjörg HF 177, keypt til Njarðvíkur

Undanfarna daga hafa staðið yfir samningaviðræður milli Hólmgríms Sigvaldasonar og útgerðar Kristbjargar HF 177, um kaup þess fyrrnefnda á bátnum. Munu málin vera komin í gegn og hef ég heyrt að verið sé að sækja bátinn til Hafnarfjarðar og komi hann því jafnvel í kvöld til Njarðvíkur, en áhöfn Grímsness BA 555 mun verða á skipinu og skipstjóri því Guðjón Bragason.
Trúlega verður báturinn skráður í eigu Marons ehf., en það fyrirtæki er nú skráð fyrir Grímsnesi, Maron og Sægrími.

Skip þetta er smíðað í Florö, í Noregi 1964 og yfirbyggt 1986 og hefur borið nöfnin: Fróðaklettur GK, Drangey SK, Vestri BA, Örvar SH og Kristbjörg ÁR. HF og ÍS og aftur HF.







              239. Kristbjörg HF 177, við bryggju í Hafnarfirði © myndir Emil Páll, 5. maí 2013

 

AF FACEBOOK:

Alfons Finnsson Frábær bátur, algjör sjóborg