20.09.2013 09:02

Gulley KE 31 - sagan

Nokkar óskir hafa borist til mín um að segja sögu bátsins í stuttu máli og hér kemur hún fyrir neðan, eina af myndunum sem ég sýndi af honum í gær.


                         1396. Gulley KE 31, í gær © mynd Emil Páll, 19. sept. 2013

Bátur þessi hefur smíðanr. 2 hjá Básum hf. í Hafnarfirði, átti að smíðast í Vestmannaeyjum en fluttist vegna eldgossins til Hafnarfjarðar en smíði hans lauk 1974. Sumarið 2004 hófst endursmíði á bátnum á bryggjunni í Vogum og síðan hefur báturinn flakkað út í Gróf og inn í Njarðvík, en þar lauk endursmíði 2009
.
Báturinn hefur borið nöfnin: Haftindur HF 123, Gunnvör ST 39, Glettingur NS 100, Lena GK 72, Gunnvör ST 38 og aftur Lena GK 72, Lena ÍS 61, Móna GK 303 og núverandi nafn: Gulley KE 31