19.09.2013 22:19

Síðasti makrílveiðidagurinn á morgun - og langflottasti báturinn sem stundaði þær veiðar í sumar

Vonandi verður gott veiðiveður á morgun, því sá dagur þ.e. 20. september er síðasti dagurinn sem makrílbátarnir mega vera á veiðum, í ár.

Makrílveiðarnar í sumar hafa gefið skipaáhugamönnum mikla veislu, þ.e. að skoða og taka myndir af mörgum bátum, jafnvel bátum sem yfirleitt eru ekki á svæði þeirra. Við hér í Keflavík og nágrenni höfum ekki farið fram hjá þessu augnayndi.

Margir flottir bátar hafa sést á veiðum en þó er einn sem ég er sérstaklega skotin í og hef birt oft myndir af honum í sumar, sökum fegurðar og sleppti því ekki að taka myndir af honum í dag og hér kemur því smá syrpa með bátnum á siglingu á Stakksfirði í dag, út af Keflavíkinni. Hér er verið að tala um trébátinn Gulley KE 31.







             









              1396. Gulley KE 31, á Stakksfirði, út af Keflavíkinni, í dag © myndir Emil Páll, 19. sept. 2013