16.09.2013 22:20
Óskar Matt VE 17 ex Hafrún KE 80
Frá því í nóvember 2011, hefur verið hægt að fylgjast með á síðu Jóns Páls Ásgeirssonar, endurbyggingu á Hafrúnu KE 80, sem mun fá nafnið Óskar Matt VE 17. Það er Auðunn Jörgensson sem er að endurbyggja bátinn frá grunni úti á Granda í Reykjavík og er vandað mjög til verks. Nánar um það fyrir neðan myndir þessar sem Jón Páll hefur tekið og hefur heimilað mér birtingu á.

5208. Hafrún KE 80, eins og báturinn leit út 21. nóvember 2011

5208. Óskar Matt KE 17, eins og hann leit út 26. ágúst 2013

Auðunn Jörgensson, sjómaður og listrænn bátasmiður, 26. ágúst 2013
© myndir Jón Páll Ásgeirsson
Báturinn var smíðaður í Hafnarfirði 1959 og endurbyggður af Auðunn Jörgenssyni, frá því í nóv. 2011.
Nöfn: Hafrún KE 80 og nýja nafnið: Óskar Matt VE 17.
Fyrir þá sem vilja fræðast meira um endurbyggingu bátsins, bendi ég á síðu Jóns Páls: jonpa.123.is og þar er hægt að sjá mikið af myndum, auk annars fróðleiks um þessa listrænu endursmíði
AF FACEBOOK:
Guðni Ölversson Þessi er verulega fallegur.
