15.09.2013 10:00
Makrílbátum fer fækkandi
Undanfarna daga hefur þeim fækkað bátunum á makrílveiðum, a.m.k. þeim sem hafa verið á veiðum í nágrenni Keflavíkur svo og þeir sem verið hafa á Stakksfirði og í Garðsjó. Eru sumir þeirra nú komnir á bolfiskveiðar og aðrir að búa sig út á slíkar veiðar.
Notuðu margir þeirra slæma veðurspá fyrir komandi daga til að fara síðdegis í gær til heimahafnar, hvort sem það var austur, eða vestur.
Enn eru þó nokkrir í höfnum Reykjanesbæjar, enda eru nokkrir veiðidagar eftir, þ.e. ef brælan gengur yfir, en veiðitímabilið rennur út n.k. föstudag.
Hér birti ég myndir af bátum á veiðum út af Helguvík í gærmorgun.


2813. Magnús HU 23, 1637. Stakkavík GK 85, 2381. Hlöddi VE 98, 2500. Guðbjörg GK 666, 1516. Fjóla GK 121 og 1914. Gosi KE 102, út af Helguvík, í gærmorgun © myndir Emil Páll, 14. sept. 2013
Notuðu margir þeirra slæma veðurspá fyrir komandi daga til að fara síðdegis í gær til heimahafnar, hvort sem það var austur, eða vestur.
Enn eru þó nokkrir í höfnum Reykjanesbæjar, enda eru nokkrir veiðidagar eftir, þ.e. ef brælan gengur yfir, en veiðitímabilið rennur út n.k. föstudag.
Hér birti ég myndir af bátum á veiðum út af Helguvík í gærmorgun.


2813. Magnús HU 23, 1637. Stakkavík GK 85, 2381. Hlöddi VE 98, 2500. Guðbjörg GK 666, 1516. Fjóla GK 121 og 1914. Gosi KE 102, út af Helguvík, í gærmorgun © myndir Emil Páll, 14. sept. 2013
Skrifað af Emil Páli
