13.09.2013 22:23
Keilir II AK 4, verður Óli G. ÍS 112, frá Flateyri, kominn til Sólplasts - syrpa
Eins og ég sagði frá í gær stóð til að Keilir II AK 4 væri á leiðinni til Sólplasts í Sandgerði þar sem byggja á hann skýli sem fyrsta áfanga í yfirbyggingu. Báturinn hefur nú verið skráður sem Óli G. IS 112, með heimahöfn á Flateyri.
Birti ég nú mikla myndasyrpu af bátnum sem tekin er á þremur dögum. Fyrstu myndirnar eru af honum við bryggju í Sandgerði sl. miðvikudag, en þá stóð til að vinna verkið við bryggju þar, en frá því var horfið, þar sem mikil úrkoma er í kortunum og því var honum siglt til Njarðvíkur og í morgun var hann tekinn upp í Gullvagninn hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur og fluttur til Sólplasts í Sandgerði.
Birtast svolítið öðruvísi myndir er oftast hafa birtst af bátum í slíkum flutningum, en allt um það hér fyrir neðan.


2604. Keilir II AK 4, við bryggju í Sandgerði sl. miðvikudag, þann 11. sept. 2013 og á fyrstu myndinni sjást Kristján Nielsen hjá Sólplasti og Sigurður Aðalsteinsson útgerðarmaður.
![]()

Hér er báturinn við bryggju í Njarðvík, í gær, 12. sept. 2013


Báturinn, í Gullvagninum í Njarðvíkurslipp í morgun, 13. sept. 2013

Á leið til Sandgerðis með lögreglufylgd rétt um hádegisbilið í dag


Komið til Sandgerðis




Komið til Sólplasts og lögreglufylgd lýkur




Báturinn kominn þangað sem hann mun vera næstu vikurnar

Svona mun báturinn standa meðan á smíðum stendur
© myndir Emil Páll, 11., 12. og 13. september 2013
