13.09.2013 11:08
Bryggjublómið í slipp í Stykkishólmi
Eftir að undirritaður kom heim (eða í heimsókn til íslands) frá Noregi, var hafist handa við að koma sjálfu bryggjublóminu í slipp til Stykkishólms, svo núna á síðasta sunnudag á milli lægða var skroppið suður eftir og á mánudaginn var báturinn tekin upp og allar skoðanir framkvæmdar báturinn botnmálaður og sinkaður en ekki var lagt út í frekari málingavinnu því veður bauð nú ekki upp á það.

1951. Andri BA 101 kominn upp í slippinn hjá þeim Skipavíkurmönnum.

Þess má geta að nú er tvo ár síðan Andri var síðast í slipp í Skipavík og á þessum tveimur árum hefur báturinn farið í 57 róðra sem gerir rúmir tveir róðrar í mánuði þennan tíma svo ekki hefur notkunin verið mikill á honum. Í þessum 57 róðrum höfum við fiskað 157 tonn af rækju og 7,3 tonn af þorski. Eða 2,877 tonn í hverjum róðri. Má segja þetta sé rétt rúmlega tveggja mánuða notkun á tveimur árum.
En nú er Andri BA-101 klár fyrir næstu rækjuvertíð ef svo skemmtilega vil til að Hafrannsóknarstofnun finni rækju þegar þeir koma að rannsaka hérna en áætlað er að þeir verði hérna 8. okt.

Á leiðinni til Bíldudals. Þessi var tekin við Skor
© myndir og texti: Jón Páll Jakobsson, nú fyrir nokkrum dögum
