12.09.2013 18:30

Sædís ÍS 467


            825. Sædís ÍS 467, í gamla slippnum á Ísafirði © mynd Jónas Jónsson í ágúst 2013

Smíðuð af Bárði G. Tómassyni, Ísafirði 1938, eftir teikningu Bárðar.

Sædísin stendur uppi í gamla slippnum á Ísafirði og er verið að færa hana í sitt upprunalega form.
Þessi bátur er einn af dísunum svokölluðu. Sædísin bar alltaf sama nafn og númer í þau 60 ár sem hún var gerð út, en varð ÍS 467 eftir að henni var lagt og nýr bátur með sama nafni tók við hennar hlutverki.

Nöfn: Sædís ÍS 67 og Sædís ÍS 467

 

AF Facebook:

Jón Páll Ásgeirsson Er verið að gera bátinn upp, það er flott !!!

Emil Páll Jónsson Jú þeir hafa verið að endurbyggja hann nokkuð lengi, en til stendur að nota hann til skemmtisiglinga út frá Ísafirði.