08.09.2013 16:13

Hvalkjöt alls staðar á borðum í kvöld

ruv.is:

 

Við Fróðárrif fyrr í dag. Mynd: Gísli Einarsson.
 

 

Enn er fjöldi fólks í fjörum beggja vegna Ólafsvíkur á Snæfellsnesi en um hundrað grindhvalir syntu á land í gærkvöld. Lögreglan á Snæfellsnesi hefur fylgst með svæðinu í dag og segir að um þrjátíu hræ séu eftir í fjörunum.

Búið er að urða hluta hræjanna. Lögregla býst við því að þau hræ sem berast ekki út á sjó verði urðuð á næstunni. Fjöldi fólks hefur komið í fjörurnar og skorið sér kjöt í dag sem og ferðafólk sem fylgst hefur með. Lögreglan segir að líklegast verði grillveisla í Ólafsvík í kvöld, hvalkjöt alls staðar á borðum.

 

Myndir: Gísli Einarsson.

 

AF FACEBOOK:

Þorgrímur Ómar Tavsen Gott á grillið