08.09.2013 16:00

Addi afi GK 97, aflakóngur síðasta mánaðar, farinn aftur í Steingrímsfjörðinn

Það má segja að það sé ótrúlegt flakk hjá mörgum af þeim bátum sem stunda veiðar á makrílnum, hafa nokkrir þeirra farið nú aftur norður til Steingrímsfjarðar, eftir að hafa komið hingað suður á dögunum eftir veru þarna fyrir norðan. Einn þessara báta er sá sem var aflahæstur þeirra allra í síðasta mánuði, en það var Addi afi GK 97, sem aflaði 95 tonna af makríl í ágúst mánuði.


           2106. Addi afi GK 97, á veiðum fyrir nokkrum dögum við Keflavíkurhöfn, en er nú kominn norður á Steingrímsfjörð í annað sinn á þessari makrílvertíð © mynd Emil Páll, í ágúst 2013