07.09.2013 22:08
Þrír af ljósmyndurum síðunnar
Hér koma myndir af þremur af ljósmyndurum og fréttariturum síðunnar, en þeir eru eins og menn sjá orðnir góður hópur, ýmist staðbundnir eða taka myndir víða um land.
Fyrri myndinar tók ég í kvöld í matarboðið Þorgríms Ómars Tavsen , í Njarðvík, en þar var einnig stödd Heiða Lára úr Grundarfirði. Já matarboð, því nú á Ljósanótt, eða a.m.k. í dag var mikið um matar og kaffiboð víða um bæinn en ég þáði aðeins tvö matarboð og það sem var fyrir utan boð Þorgríms Ómars, var það þegar 80 manna hópur sem áttu í vor 50 ára fermingarafmæli, mætti í matarboð á Flughóteli í Keflavík og gengum síðan saman í árgangagöngunni, niður Hafnargötu í Keflavík í dag.
Hin myndin sem raunar kom einnig fram í færslunni hér á undan er af Hjalta Gunnarssyni, vélstjóra á Þerney RE 1, en milli okkar er samningur um birtingu á myndum frá togaranum, auk þess sem hann hefur gaukað að mér myndum sem hann hefur tekið í fríum, frá togaranum.
- Sendi ég þessu fólki svo og hinum sem ég er ekki með myndir af núna, kærar þakkir fyrir samstarfið -
![]() |
||
|
© mynd Emil Páll, 7-9-13
|


