07.09.2013 21:34

Fleiri myndir úr 7. veiðiferð Þerneyjar RE 1 - teknar i sept. 2013


                  Strákarnir fullir eftirvæntingar að fara að kasta botntrollinu eftir ca. 5 mánaða flottrollsveiðar, komnir á Vestfjarðarmið, eins og sést (alltaf blíða fyrir vestan)


           Borgarísjaki, út af Patreksfirði, en hann er strandaður þarna og miðað við staðsetningu er dýpið þarna um 250 - 300 metrar, en myndin er tekin í 6 mílna fjarlægð


                Ritstjórinn sjálfur að skvetta í sig morgunkaffinu, sem er frá Merrild, í blíðviðrinu fyrir vestan


             Dásamlega gott veður á Vestfjarðarmiðum, fallegur gufustrókurinn frá fiskimjölsverksmiðjunni sem stígur upp í logninu. Friðrik Ingason yfirstýrimaður að taka svokallaðann kraftsnúnin sem orsakar hallan á skipinu


            Valdi gripinn glóðvangur á verkstæðinu, með nefið ofan í Jötungrip-límdós og lagfærði buxurnar líka fyrst hann var búinn að opna dósina


            Fjallabræður úr Fjallabyggð, Ívar á konu á Siglufirði, Anton fæddur, uppalinn og búsettur á Siglufirði og Stefán Jakob fæddur og uppalinn á Ólafsfirði


               Gilsinn eitthvað flæktur, Friðrik yfirstýrimaður, Örvar og Birgir taka á því

Framhald mynda úr 7. veiðiferð 2203. Þerneyjar RE 1 © myndir Hjalti Gunnarsson, á Þerney, í sept. 2013