07.09.2013 22:14

Fjöldi grindhvala synti í opinn dauðann

dv.is:

Fjölmargir dauðir í fjörunni á Rifi.
Skjáskot úr myndbandinu sem má sjá hér fyrir neðan.
Grindhvalavaða Skjáskot úr myndbandi

50-70 grindhvalir komu nú síðdegis inn á höfnina á Rifi á Snæfellsnesi. Ekki er algengt að grindhvalir syndi inn í hafnir á Íslandi.

Hvalirnir hafa dregið að sér fjölda fólks sem fylgist með og tekur myndir af skepnunum. Íbúar reyna nú að koma hvölunum út á haf en fjölmargir hvalir liggja dauðir í fjörunni í bænum. Margir hafa tekið að skera hvalina sem liggja dauðir.

Mjög slæmt veður er þar fyrir vestan eins og víðar á landinu og því er óvíst á þessu stigi hvort hægt verði að reka hvalina út á haf.