04.09.2013 22:20

Mokveiði og fjöldi báta við Keflavíkurhöfn

Eins og í gær voru margir bátar á makrílveiðum við endan á hafnargarðinum í Keflavík og næsta nágrenni þar við. Um hádegisbilið taldi ég 13 báta, en þeim fjölgaði er leið á daginn, auk þess sem þeir voru líka inni á Keflavíkinni, út af Helguvík og út af Vatnsnesi, allt skemmtilega til að horfa á úr landi.

Þessu fylgdi mikil aðsókn fólks á hafnarsvæðið til að fylgjast með þessari óvenjulegu sjón. Gekk það m.a. svo langt að um hafnargarðinn varð mikil bílaumferð, það mikil að lokað var fyrir umferð niður á hafnargarðinn, því vandamál voru að landa við hann út bátum, sökum hinnar miklu umferðar einkabila.

Frá landi mátti sjá mokfiskirí annars slagðið og ekki minnkaði það ánægju áhorfenda. Hér birti ég 6 myndir sem eru myndir af nokkrum bátum saman, en á morgun og næstu daga mun ég birta fleiri myndir bæði teknar í dag og í gær.












             Makrílbátar út af Keflavíkurhöfn og víða þar í kring, í dag © myndir Emil Páll, 4. sept. 2013