04.09.2013 16:30
Albert Sigurðsson, frumkvöðull makrílveiðanna með núverandi aðferð og Blíða KE 17
Myndir þessar birti ég af því tilefni að í dag þegar 13 bátar voru á veiðum á Vatnsnesvíkinni í Keflavík, eða við hafnargarðinn og fjöldi fólks horfði á, var í þeim hópi sá maður sem var frumkvöðull af veiðunum með þessu lagi. Áður höfðu margir reynt án mikils árangurs.
Um er að ræða Albert Sigurðsson, þá skipstjóra á 1178. Blíðu KE 17
Þegar þetta gerðist 2010, höfðu ekki margir trú á þessum veiðiskap, sem þó átti eftir að sanna sig. Eitt annað kom í ljós, en þarna þegar ég tók þessar myndir af Blíðunni á sínum tíma, var hún að leita af afla án nokkurs árangur, á sama stað og þrettán bátar voru í dag og sumir þeirra að mokfiska.
Í kvöld kem ég síðan með syrpu af veiðunum í dag

1178. Blíða KE 17, á makrílveiðum, á Vatnsnesvík í Keflavík © mynd Emil Páll, 10. júlí 2010


Albert Sigurðsson var meðal áhorfenda á makrílbátanna 13 sem voru á veiðum eftir hádegi í dag á Vatnsnesvíkinni.

Hér stillir Albert sér upp fyrir ljósmyndarann í dag 4. sept. 2013


1178. Blíða KE 17, á makrílveiðum, á Vatnsnesvík í Keflavík © myndir Emil Páll, 10. júlí 2010 - myndir af Albert tók ég í dag. 4. sept. 2013
AF FACEBOOK:
Gunnar Laxfoss Þorsteinsson
Katrin Þorsteinsdottir gaman að rifja þetta upp..
