03.09.2013 22:25

Sólplast, afhenti Óríon BA 34, í kvöld

Í kvöld var Óríon BA 34, afhentur eftir viðgerð á brunatjóni sem varð á bátnum er hann var í smíðum hjá Bláfelli á Ásbrú, nokkrum dögum eftir hvítasunnu. Leið um mánuður áður en ljóst var að Bláfell myndi ekki gera við tjónið og fékk tryggingafélagið þá Sólplast í Sandgerði til að sjá um viðgerðina. Tókst mjög fljótt að ljúka því sem var hlutverk Sólplasts, en ekki var það sama varðandi aðra fagaðila sem koma þurftu að málinu. Ástæðan var að enginn þeirra fagaðila sem unnu við bátinn áður en bruninn kom upp, tók að sér að gera við hann eftir brunann og því þurfti að ráða nýja aðila. Kom þá í ljós að sökum sumarleyfa og mikilla anna hjá viðkomandi aðilum dróst verkið þar til nú, rétt um þremur mánuðum eftir að tjónið varð.

Var báturinn í kvöld settur á flutningavagn sem flytur hann til Barðastrandar, en þaðan er báturinn og munu eigendur sjáflir sjá um að ljúka frágangi hans o.þ.á.m. niðursetning tækja.

Hér koma myndir sem ég tók er báturinn var dreginn út úr húsi hjá Sólplasti í Sandgerði og settur á flutningvagninn.































             7762. Óríon BA 34, kominn á flutningavagninn sem flytur hann til Barðastrandar © myndir Emil Páll, í kvöld, 3. sept. 2013