03.09.2013 09:24
Fengsæll ÍS 83 - elsti bátur landsins
Þessi bátur hefur nú í nokkur ár verið talinn elsti bátur landsins


824. Fengsæll ÍS 83, í Súðavík © myndir Jónas Jónsson, sumarið 2013
Smíðaður hjá Frederikssund Skipsverft í Fredrikssund, Danmörku 1930, Endurbyggður í Njarðvík 1971-1972.
Árið 1989, var báturinn elsti bátur Suðurnesja og 4. elsti bátur landsins. Árið 1993 var hann næst elstur báta landsins og frá því á árinu 2000 hefur hann verið elsti bátur landsins.
Báturinn er þó ekki lengur í rekstri að ég held.
1963 til 1972 gekk báturinn undir nafninu ,,Torfbærinn".
Nöfn: Huginn GK 341, Jón Dan GK 341, Farsæll SH 30, Sæborg GK 86, Sæborg BA 86, Sæborg RE 328, Sæborg SH 128, Sæborg RE 325, Sæborg KE 102, Bergþór KE 5, Ingólfur GK 125, Fengsæll GK 262 og núverandi nafn: Fengsæll ÍS 83.
AF FACEBOOK:
Einar Örn Einarsson Þennen verður að varðveita, og hafa hann a floti.
