27.08.2013 10:50

Steinunn SH 167 á heimleið af hillunni

Gárungarnir segja að þegar Steinunn SH 167, komi á vorin í Skipasmíðastöð Njarðvikur, sé hann að fara á hilluna. Bátur þessi er hvað sem menn segja einn sá snyrtilegasti i flotanum, hvað varðar innan borðs og núna fyrir nokkrum mínútum sigldi hann út Stakksfjörðinn á leið heim til Ólafsvikur og tók ég þessa mynd með aðdrætti yfir Keflavíkina, en því miður er skyggnið ekkert sérstakt, hvað þetta varðar á þessu augnabliki.


             1134. Steinunn SH 167, siglir fram hjá Keflavíkinni á leið sinni til heimahafnar í Ólafsvík © mynd Emil Páll, núna áðan, þann 27. ágúst 2013