27.08.2013 21:15
Fjóla GK 121, fyllti sig tvisvar í dag
Þeir á Fjólu GK 121, komu tvisvar í dag með fullan bát að landi í Keflavík eða um 8 tonn í hvort skipti af makríl. Í morgun sagði ég frá fyrri ferðinni en nú birti ég myndir af bátnum koma að landi í kvöld með seinni fullfermistúrinn.
Rétt við hafnargarðinn í Keflavík og nánast í kallfæri mátti sjá báta í moki, þ.e. fiskur á hverjum króki. Enda var líf við höfnina og fjöldi fólks úr landi að fylgjast með.



1516. Fjóla GK 121, kemur að landi í Keflavík í kvöld © myndir Emil Páll, 27. ágúst 2013
Rétt við hafnargarðinn í Keflavík og nánast í kallfæri mátti sjá báta í moki, þ.e. fiskur á hverjum króki. Enda var líf við höfnina og fjöldi fólks úr landi að fylgjast með.



1516. Fjóla GK 121, kemur að landi í Keflavík í kvöld © myndir Emil Páll, 27. ágúst 2013
Skrifað af Emil Páli
