27.08.2013 09:46
Baldvin Njálsson GK 400, Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 og Happasæll KE 94
Þessa myndasyrpu tók ég í morgun og sýnir togaranna Baldvin Njálsson GK 400 og Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 í Garðsjó og á sumum myndanna sést einnig Happasæll KE 94 mun nær eða í Stakksfirði.
Þá birti ég einnig mynd af togurunum teknar yfir bæinn frá heimili mínu, svo og mynd af MarineTraffic í morgun
Togararnir hafa trúlega verið að ganga frá aflanum til frystingar því Baldvin Njálsson fór síðan til Hafnarfjarðar og Hrafn Sveinbjarnarson, til Grindavíkur.





1972. Hrafn Sveinbjarnarson GK 255, sá fjær og 13. Happasæll KE 94

1972. Hrafn Sveinbjarnarson GK 255


2282. Baldvin Njálsson GK 400 (fjær) og 13. Happasæll KE 94

2282. Baldvin Njálsson GK 400
Myndir teknar í morgun, með aðdrætti frá Vatnsnesi í Keflavík og út um glugga við Heiðarhvamm í Keflavík © myndir Emil Páll, 27. ágúst 2013

Mynd af skjánum af Marine Traffic, skömmu eftir að hinar myndirnar voru teknar
© mynd Emil Páll, í morgun 27. ágúst 2013
