26.08.2013 09:19
Makrílbátarnir steyma til Snæfellsness
Lítil veiði hefur verið að undanförnu hjá þeim makrílbátum sem verið hafa hér í kring um Suðurnesin og hafa því margir þeirra farið vestur fyrir Snæfellsnes og þar voru t.d. þessir bátar að veiðum í morgun: Guðbjörg Kristín, Hlöddi, Dögg, Signý, Óli Gísla, Pálína Ágústsdóttir, Svala Dís, Ólafur Gosi, Addi Afi og margir fleiri, auk heimabáta.

Þessa mynd birti ég í gær af 2640. Pálínu Ágústsdóttur GK 1, er hún fór út úr Keflavíkur höfn í gærmorgun. Eftir stutt stopp hér á svæðinu tók hann strikið vestur fyrir Snæfellsnes og er einn þeirra sem nú er þar © mynd Emil Páll, 25. ágúst 2013
Skrifað af Emil Páli
