26.08.2013 22:25
Bryndís SH 128, lengdur hjá Sólplasti í Sandgerði
Í dag kom sjóleiðis til Sandgerðis báturinn Bryndís SH 128 og stuttu eftir að hann koma að bryggju kom flutningabíll frá Jóni og Margeir í Grindavík og lyfti bátunum upp á pallinn og flutti hann til Sólplasts. Þar var honum lyft á bátakerru, en hann mun standa úti einhverja daga, eða þar til að annað hvort skúta eða Óríon BA 34, klárast. Vinna af hálfu Sólplasts er lokið við bæði þessi skip, en beðið er eftir að ákveðinn fagmaður ljúki verki, svo hægt sé að afhenda þá báta.
Ástæðan fyrir komu Bryndísar er að lengja á bátinn um einn metra að aftan og kemur það í hlut Sólplasts að framkvæma það.
Hér kemur myndasypra sem sýnir alveg frá því að báturinn kom að bryggjunni í Sandgerði og þar til hann var kominn á bátakerruna við aðsetur Sólplasts. Þá lýkur syrpunni með myndum af tveimur mönnum, þeim Kristjáni Nielsen, hjá Sólplasti og eigands bátsins Klemens Sigurðssyni.

2576. Bryndís SH 128, við bryggju í Sandgerðishöfn í dag

Bíllinn frá Jóni & Margeir gerður klár til að lyfta bátum og fylgist Margeir Jónsson með

Margeir frá Jóni & Margeir og Klemens Sigurðsson eigandi bátsins fylgjast með því þegar bátnum er lyft upp
![]()







Báturinn kominn á flutningavagninn

Báturinn kominn á loft við aðsetur Sólplasts, í Sandgerði


Báturinn kominn yfir kerruna

Hér er hann kominn á bátakerruna, sem mun flytja hann inn í hús þegar pláss losnar



![]()

2576. Bryndís SH 128, laus við kranann og kominn á bátakerruna við aðsetur Sólplasts í Sandgerði

Smá húmor í gangi.....

.... hjá þeim Kristjáni Nielsen, ( t.v.) hjá Sólplasti og Klemens Sigurðssyni, eiganda bátsins
© myndir Emil Páll í Sandgerði í dag, 26. ágúst 2013
AF FACEBOOK:
Sigurbrandur Jakobsson ég á voðalega erfitt með að sætta mig við nafnið á þessum því það er frá mér komið og án míns samþykkis
