25.08.2013 12:31
Magnús Geir KE 5 og Sævar KE 1
Að sögn Einars Magnússonar útgerðarmanns er hinn nýkeypti bátur Magnús Ágústsson ÞH 76 í Reykjavíkurslipp og þar verður nafni bátsins breytt í Magnús Geir KE 5. Mun báturinn fara til rækjuveiða fyrir norðurlandi um næstu helgi. Um borð eru tæki til að sjóða rækjuna og fer hún því beint í gáma er í land verður komið og síðan fara þeir á erlendan markað.
Jafnframt þessu verður númeri Sævars KE 5 sem eru þjónustubátur fyrir kræklingaeldi, breytt í Sævar KE 1.

1039. Magnús Ágústsson ÞH 76, sem nú verður Magnús Geir KE 5

1587. Sævar KE 5, sem nú verður Sævar KE 1
© myndir Emil Páll
Jafnframt þessu verður númeri Sævars KE 5 sem eru þjónustubátur fyrir kræklingaeldi, breytt í Sævar KE 1.

1039. Magnús Ágústsson ÞH 76, sem nú verður Magnús Geir KE 5

1587. Sævar KE 5, sem nú verður Sævar KE 1
© myndir Emil Páll
Skrifað af Emil Páli
