24.08.2013 10:44
Nýsmíði gefið nafn í Noregi
Elfar Eiríksson, Noregi í morgun: Sendi þér myndir sem ég tók áðan í Fosnavåg en það á að fara gefa þessu skipi nafn á eftir. Sendi fleiri myndir þegar því er lokið. Myndirnar eru teknar þegar skipið kom inn í höfnina til athafnarinnar en það þurfti að bakka inn og eins og sést á myndunum þá var svo sem ekki mikið afgangs inn rennuna.




Nýsmíði, Havyar 832 í Fosnavåg, Noregi í morgun. Formlega verður skipinu gefið nafn á eftir og þá koma nýjar myndir © myndir Elfar Eiríksson, Noregi, 24. ágúst 2013
Skrifað af Emil Páli
