21.08.2013 06:00

Markús ÍS 777, eftir að Köfunarþjónusta Sigurðar náði honum á flot

Í gær birti ég mynd af bátnum sem tekin var stuttu eftir að Köfunarþjónusta Sigurðar náði honum á flot, en hann sökk sem kunnugt er í Flateyjarhöfn. Áður en Köfunarþjónusta Sigurðar kom að verkinu hafði annar aðili gert tilraun að lyfta honum en það tókst ekki og komu þeir þá að verkinu. Fyrir helgi þéttu þeir bátinn og nú er þeir komu eftir helgina voru þeir með það öflugar dælur, að báturinn var alveg kominn á flot um hálfri klukkustund eftir að þeir hófu verkið aftur. Nú birti ég aðra mynd frá þessu.


           616. Markús ÍS 777, er hann var kominn á flot í Flateyrarhöfn í gær © mynd Sigurður Stefánsson, 20. ágúst 2013