20.08.2013 20:05

Útgerð Drífu GK 100, gjaldþrota - veiðiheimild skipsins fallin niður

Þann 10. maí sl. var útgerð Drífu GK 100 úrskurðuð gjaldþrota. En síðan þá hafa ýmsir sýnt skipinu áhuga, þar sem það er eitt fárra með veiðileyfi á sæbjúgum. Nú er hinsvegar komið í ljós að veiðiheimildin er fallin niður og því óvíst hvort nokkur þeirra sem voru að spá í bátinn hafi áhuga út frá þeim forsendum.


                 795. Drífa GK 100, í Sandgerðishöfn © myndir Emil Páll, 27. júlí 2013