20.08.2013 22:30
Fullur flóinn af makríl og myndasyrpa: 3 bátar á siglingu, 1 að landa og 5 að veiða
Mjög einkennilegt ástand er hjá þeim bátum sem eru á makrílveiðum hér í Faxaflóa, raunar bar á þessu ástandi líka eftir mestu törnina á Hólmavík.
Um er að ræða það að þrátt fyrir að flóinn sé fullur af makríl og hann sé vaðandi allt í kring um bátanna, bítur hann ekki neitt á og því eru aflabrögðin frekar léleg, sem dæmi þá eru hæstu bátar kannski með þetta 4-6 tonn yfir daginn og aðrir allt niður í 300 kíló.
Til að fullvissa sig um það hvort makríllinn væri í æti, hafa nokkrir verið skornir upp og þá kemur i ljós að svo er ekki þar sem fiskurinn er yfirleitt með tóman maga.
Hafa menn verið að bera sig saman við hvernig þetta er stundað annarsstaðar og telja sumir að þeir á Fjólu GK, kunni þau handbrögð og því gangi þeim nokkuð vel að fiska. Þeir eru þó ekki þeir aflahæstu, heldur eru það Pálína Ágústsdóttir GK 1 og Máni II ÁR 7. Sá síðarnefndi hefur eingöngu verið að veiðum á Keflavíkinni inn eftir Njarðvíkinni, en Pálína Ágústsdóttir er meira á ferðinni. Virðist það því ekki skipta máli.
Vonast menn helst til að þetta lagist ef það kemur bræla, en þar er um getspá að ræða þar sem enginn veit í raun hvað sé um að ræða.
Hér kemur smá syrpa sem ég tók í gær og á morgum birti ég síðan myndir sem ég tók í dag.

1765. Guðbjörg Kristín KÓ 6 og 2106. Addi afi GK 97, að veiða á Stakksfirði

1666. Svala Dís KE 29 og 2500. Guðbjörg GK 666, á siglingu til Keflavíkurhafnar

1765. Guðbjörg Kristín KÓ 6, að landa í Keflavíkurhöfn

2640. Pálína Ágústsdóttir GK 1 og 2110. Dísa GK 136, út af Hólmsbergi

6996. Bolli KE 400 á siglingu út Stakksfjörðinn eftir löndun

2640. Pálína Ágústsdóttir og 2110. Dísa GK 136, á Keflavíkinni við Hólmsbergið

2640. Pálína Ágústsdóttir og 2110. Dísa GK 136, á Keflavíkinni við Hólmsbergið

2110. Dísa GK 136 og 2640. Pálína Ágústsdóttir GK 1, á Keflavíkinni

2640. Pálína Ágústsdóttir og 2110. Dísa GK 136, á Keflavíkinni

2110. Dísa GK 136 og 1887. Máni II ÁR 7, við Vatnsnesið

2110. Dísa GK 136 og 1887. Máni II ÁR 7, við Vatnsnesið

1887. Máni II ÁR 7 og 2110. Dísa GK 136, við Vatnsnesið í Keflavík
© myndir Emil Páll, í gær, 19. ágúst 2013
