16.08.2013 21:49
Verða Ísbjörn ÍS og Gunnbjörn ÍS seldir?
bb.is:
"Ísbjörninn verður væntanlega seldur og Kampi lokast ef úr því verður að kvótinn verði settur til fyrri eigenda," segir Jón Guðbjartsson, stjórnarformaður rækjuvinnslunnar Kampa ehf. á Ísafirði, en ekki liggur fyrir hvernig úthafsrækjuveiðum verður háttað á næsta fiskveiðitímabili. Fari svo að veiðarnar verði takmarkaðar og skipin sem hafa verið á rækjuveiðum undanfarin þrjú ár fái ekki aflaheimildir liggur í augum uppi að þau eru ekki á leiðinni á úthafsrækju. "Við gerum ekkert út heimildarlausir, það gerir enginn. Það er bara vitleysa," segir Jón. "Ég hef sagt við menn að ég stend frammi fyrir hlutum sem eru óskemmtilegir fyrir Ísafjörð," segir hann.
"Fari svo að rækjubátarnir fái ekki kvóta er plan B að síga saman og loka rækjuverksmiðjunni. Ég kem þá ekki til með að hafa nein verkefni fyrir Gunnbjörn ÍS, hann færi á sölu eins og skot og endar hugsanlega í brotajárni. Við vitum svo sem ekkert hvað við getum gert við Ísbjörn, hugsanlega gert hann út sjálfir, sem er einn ólíklegasti kosturinn, meiri líkur að ég myndi reyna að læra á að setja hann undir rússneskt flagg. Aftur á móti veit ég ekki til hvers ég ætti að vera að því ef ég er kominn í þrot með rækjuverksmiðjuna," segir Jón.
Rækjuverksmiðjan Kampi veltir fjórum milljörðum á ári og á annað hundrað manns vinna við rækjuveiðar og vinnslu á Ísafirði. Einnig stendur fyrirtækið við bakið á ýmsum verkefnum sem verið er að koma af stað á svæðinu og munu skapa enn fleiri störf. Tölur segja ekki alla söguna en þetta er gríðarlega stór biti fyrir lítið bæjarfélag eins og Ísafjörð. Því hefur verið fleygt að með því að leggja rækjuvinnsluna af væri verið að kasta Ísafirði 20 ár aftur í tímann hvað atvinnu varðar.
"Þetta er staða sem ég hef aldrei getað séð alveg fram úr, en á þessu tímabili sem þetta væri að gerast myndi ég reyna að finna betri og jákvæðari leiðir út úr þessu. En það lítur ekki út fyrir að við getum haldið þessu áfram og unnið jákvætt úr stöðunni miðað við þá svörun sem við höfum fengið frá stjórnvöldum þessa fjóra mánuði sem við höfum beðið eftir að fá að vita hvort rækjuiðnaðurinn muni lifa eða deyja," segir Jón Guðbjartsson.
Rætt hefur verið í fjölmiðlum að samkvæmt lögfræðiáliti Lex lögmanna, sem gert var fyrir handhafa kvótans áður en veiðarnar voru gefnar frjálsar, gæti ríkið orðið skaðabótaskylt ef aflaheimildir færu á hendur þeirra sem hafa verið að veiða rækjuna undanfarin ár. Því eru ekki allir sammála og önnur álit, eins og það sem Land lögmenn gerði fyrir ráðuneytið, telja að svo verði ekki. Mörg dæmi eru um að aflaheimildir hafi verið færðar til í kerfinu og áður hefur verið endurúthlutað heimildum í einstökum tegundum.
Það væri vissulega undarlegt útspil stjórnvalda, þar sem úthafsrækjuveiðar voru gefnar frjálsar til að byrja með í því skyni að skapa verðmæti og atvinnu af rækjunni, sem var ekki að gerast þar sem aflaheimildirnar voru ýmist ónýttar eða skipt út fyrir heimildir í öðrum tegundum, að snúa til baka í sama horfið. Skynsamlegra hlyti að teljast að styðja við þá uppbyggingu sem er í iðnaðinum og halda áfram með það sem vel gengur, þar sem rækjan er veidd og unnin og seld og störf og gjaldeyrir skapast, eins og tilgangurinn var þegar leyfðar voru frjálsar rækjuveiðar fyrir þremur árum.
"Ísbjörninn verður væntanlega seldur og Kampi lokast ef úr því verður að kvótinn verði settur til fyrri eigenda," segir Jón Guðbjartsson, stjórnarformaður rækjuvinnslunnar Kampa ehf. á Ísafirði, en ekki liggur fyrir hvernig úthafsrækjuveiðum verður háttað á næsta fiskveiðitímabili. Fari svo að veiðarnar verði takmarkaðar og skipin sem hafa verið á rækjuveiðum undanfarin þrjú ár fái ekki aflaheimildir liggur í augum uppi að þau eru ekki á leiðinni á úthafsrækju. "Við gerum ekkert út heimildarlausir, það gerir enginn. Það er bara vitleysa," segir Jón. "Ég hef sagt við menn að ég stend frammi fyrir hlutum sem eru óskemmtilegir fyrir Ísafjörð," segir hann.
"Fari svo að rækjubátarnir fái ekki kvóta er plan B að síga saman og loka rækjuverksmiðjunni. Ég kem þá ekki til með að hafa nein verkefni fyrir Gunnbjörn ÍS, hann færi á sölu eins og skot og endar hugsanlega í brotajárni. Við vitum svo sem ekkert hvað við getum gert við Ísbjörn, hugsanlega gert hann út sjálfir, sem er einn ólíklegasti kosturinn, meiri líkur að ég myndi reyna að læra á að setja hann undir rússneskt flagg. Aftur á móti veit ég ekki til hvers ég ætti að vera að því ef ég er kominn í þrot með rækjuverksmiðjuna," segir Jón.
Rækjuverksmiðjan Kampi veltir fjórum milljörðum á ári og á annað hundrað manns vinna við rækjuveiðar og vinnslu á Ísafirði. Einnig stendur fyrirtækið við bakið á ýmsum verkefnum sem verið er að koma af stað á svæðinu og munu skapa enn fleiri störf. Tölur segja ekki alla söguna en þetta er gríðarlega stór biti fyrir lítið bæjarfélag eins og Ísafjörð. Því hefur verið fleygt að með því að leggja rækjuvinnsluna af væri verið að kasta Ísafirði 20 ár aftur í tímann hvað atvinnu varðar.
"Þetta er staða sem ég hef aldrei getað séð alveg fram úr, en á þessu tímabili sem þetta væri að gerast myndi ég reyna að finna betri og jákvæðari leiðir út úr þessu. En það lítur ekki út fyrir að við getum haldið þessu áfram og unnið jákvætt úr stöðunni miðað við þá svörun sem við höfum fengið frá stjórnvöldum þessa fjóra mánuði sem við höfum beðið eftir að fá að vita hvort rækjuiðnaðurinn muni lifa eða deyja," segir Jón Guðbjartsson.
Rætt hefur verið í fjölmiðlum að samkvæmt lögfræðiáliti Lex lögmanna, sem gert var fyrir handhafa kvótans áður en veiðarnar voru gefnar frjálsar, gæti ríkið orðið skaðabótaskylt ef aflaheimildir færu á hendur þeirra sem hafa verið að veiða rækjuna undanfarin ár. Því eru ekki allir sammála og önnur álit, eins og það sem Land lögmenn gerði fyrir ráðuneytið, telja að svo verði ekki. Mörg dæmi eru um að aflaheimildir hafi verið færðar til í kerfinu og áður hefur verið endurúthlutað heimildum í einstökum tegundum.
Það væri vissulega undarlegt útspil stjórnvalda, þar sem úthafsrækjuveiðar voru gefnar frjálsar til að byrja með í því skyni að skapa verðmæti og atvinnu af rækjunni, sem var ekki að gerast þar sem aflaheimildirnar voru ýmist ónýttar eða skipt út fyrir heimildir í öðrum tegundum, að snúa til baka í sama horfið. Skynsamlegra hlyti að teljast að styðja við þá uppbyggingu sem er í iðnaðinum og halda áfram með það sem vel gengur, þar sem rækjan er veidd og unnin og seld og störf og gjaldeyrir skapast, eins og tilgangurinn var þegar leyfðar voru frjálsar rækjuveiðar fyrir þremur árum.
Skrifað af Emil Páli
